RAKA- & MYGLUSKEMMDIR

Black mould on wall closeup. House cleaning concept

Raka- & mygluskemmdir

Þó svo mikil samfélagsumræða hafi undanfarin misseri átt sér stað vegna heilsuvanda og skemmdra byggingarefna af völdum raka og myglusvepps eru þau ekki ný af nálinni. Við hjá Verkhag búum yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessum málum og höfum aðstoðað fjölda viðskiptavina við að finna og framkvæma hentugar lausnir á þeim síðustu ár. Einnig höfum við sótt fjölmörg sérhæfð námskeið í þessum efnum og erum í reglulegu samstarfi við sérfræðinga varðandi greiningar á loftgæðum innanhúss og ástandi byggingarefna.