SKIPULAGSAÐSTOÐ & RÁÐGJÖF

smidi-smidaverktakar

Skipulagsaðstoð & ráðgjöf

Skipulagning er mikilvægasti þáttur allra viðhaldsframkvæmda, en um leið sá þáttur sem erfitt getur verið að halda um. Þekking fasteignaeigenda á algengum framkvæmdum er yfirleitt góð, en þrátt fyrir það reynist oft mjög vel að fá aðstoð fagaðila við undirbúning, efnisval, framkvæmdaskipulag og að samræma vinnu fagmanna úr ólíkum stéttum. Oft ríkir óvissa um heildarkostnað við framkvæmdir og erfitt getur verið að fá ábyggilegar upplýsingar um slíkt án þess að leita til fyrirtækja sem eru sérhæfð í hönnun og eftirliti með stærri framkvæmdum. Við slíkar aðstæður getum við brúað bilið með okkar viðskiptavinum á hagkvæman og persónulegan máta sem hefur reynst mörgum vel.